Jón segist vernda hagsmuni Bubba og Bítla 21. nóvember 2012 06:00 Hagsmunir Bubbi þakkaði Jóni Ólafssyni umhyggjuna í sinn garð á Facebook. „Vangaveltur mínar hvað varðar þetta lag miðuðust fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni Bubba Morthens og réttindi höfunda lagsins Across The Universe, þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney," segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í yfirlýsingu frá því í gær. Málið varðar fyrirspurn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), í kjölfar ábendingar Jóns til STEFs, vegna Bítlalagsins sem var á jólaplötu Bubba sem átti að koma út fyrir jól. Bubbi hafði þar flutt lagið í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Bubbi þakkaði Jóni umhyggjuna á Facebook-síðu sinni í fyrradag og sagðist þar viss um hvaðan ábendingin til STEFs hefði komið. Í tilkynningu frá Senu og Bubba Morthens í gær var misskilningur sagður hafa orsakað leyfisleysið og líklegt sé að útgáfu plötunnar verði frestað um ár. Þá var fyrirspurnin sem barst frá STEFi sögð fordæmalaus, en Jón mótmælir þeirri staðhæfingu í yfirlýsingu sinni. „Á undanförnum mánuðum hafa FTT og STEF staðið fyrir vitundarvakningu á meðal tón- og textahöfunda varðandi réttindi og skyldur útgáfu á tónlist með nýjum textum. Fjöldi fyrirspurna hefur borist bæði FTT og STEFi og þeim jafnharðan komið áfram til hlutaðeigandi aðila þar sem með öllu er óleyfilegt að gefa út tónlist með breyttum texta án leyfis viðkomandi rétthafa," segir Jón.- trs Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
„Vangaveltur mínar hvað varðar þetta lag miðuðust fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni Bubba Morthens og réttindi höfunda lagsins Across The Universe, þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney," segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í yfirlýsingu frá því í gær. Málið varðar fyrirspurn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), í kjölfar ábendingar Jóns til STEFs, vegna Bítlalagsins sem var á jólaplötu Bubba sem átti að koma út fyrir jól. Bubbi hafði þar flutt lagið í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Bubbi þakkaði Jóni umhyggjuna á Facebook-síðu sinni í fyrradag og sagðist þar viss um hvaðan ábendingin til STEFs hefði komið. Í tilkynningu frá Senu og Bubba Morthens í gær var misskilningur sagður hafa orsakað leyfisleysið og líklegt sé að útgáfu plötunnar verði frestað um ár. Þá var fyrirspurnin sem barst frá STEFi sögð fordæmalaus, en Jón mótmælir þeirri staðhæfingu í yfirlýsingu sinni. „Á undanförnum mánuðum hafa FTT og STEF staðið fyrir vitundarvakningu á meðal tón- og textahöfunda varðandi réttindi og skyldur útgáfu á tónlist með nýjum textum. Fjöldi fyrirspurna hefur borist bæði FTT og STEFi og þeim jafnharðan komið áfram til hlutaðeigandi aðila þar sem með öllu er óleyfilegt að gefa út tónlist með breyttum texta án leyfis viðkomandi rétthafa," segir Jón.- trs
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira