Martröð Eldvarpavirkjunar eða draumurinn um "Eldhringinn“? 22. nóvember 2012 06:00 Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú skal kveðið skýrt að: Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar"? Af hverju yrði hún heimskulegur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfisglæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjanlega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina! Þetta eru ekki upphrópanir út í loftið, vísindaleg gögn liggja fyrir þessu. Og það á líka að ráðast á svipaðan hátt á næstu gígaröð, Sveifluháls, austan Eldvarpa, sem hefur á sér form svonefndra móbergshryggja, en þeir eru gígaraðir sem mynduðust undir jökli. Og þá er spurt: Hvaða máli skiptir það? Og svarið er einfalt: Hvergi á þurrlendi jarðar er að finna gígaraðir eins og á Íslandi. Í þeim speglast sköpun nýs lands á skilum meginlandsflekanna, nokkuð sem hvergi sést nema hér. Flestar gígaraðir á Íslandi, móbergshryggirnir, urðu til undir ísaldarjökli, en aðeins fáar gígaraðir eru til sem mynduðust í eldgosum eftir ísöld og eru eins reglulegar og fallegar og Eldvörp. Draumurinn um „Eldhringinn" Allir kannast við „Gullna hringinn". En ég á mér draum um „Eldhringinn" eða „Rauða hringinn". Og af því að flestir kannast við lag Johnny Cash, Ring of Fire, mætti annaðhvort kalla Eldhringinn því nafni á ensku eða „Red circle". Ferðalag um Eldhringinn myndi hefjast við „gjána á milli heimsálfanna", aðeins fáa kílómetra frá stærsta alþjóðaflugvelli landsins, og halda áfram við Eldvörp, sömuleiðis fáa kílómetra frá flugvellinum. Þar sæi fólk að mestu ósnortið svæðið með þessari fallegu röð átján gíga, sem varð til í augsýn fólksins sem hér bjó fyrir tæpum 800 árum. Einnig fornminjar, sumar frá tímum Tyrkjaránsins, og gönguleiðir vermanna fyrri alda og fólk gæti upplifað forna tíma baráttu fátækrar þjóðar við óblíða náttúru, „survival", æ eftirsóttari tegund ferðamennsku í fágætu umhverfi. Sömuleiðis byrjað að upplifa þá landsköpun og hamfarir, sem gígaröðin vitnar um. Síðan yrði farið austur að Krýsuvík og Sveifluhálsi til að sjá ummerki eftir sams konar eldvirkni undir jökli. Á leið til Reykjavíkur mætti bæta við Sogunum við Trölladyngju, en fara þarf austur í Landmannalaugar eða upp í Kerlingarfjöll til að sjá viðlíka gil. Ef útlendur gestur væri tímabundinn, léti hann þetta nægja, en vissi þó að þetta væri aðeins upphaf Eldhringsins og því full ástæða til að koma aftur til Íslands eða lengja ferðina, því að næsti áfangastaður Eldhringsins yrði gossvæði Kröfluelda, Leirhnjúkur-Gjástykki. Þar blasa við enn magnaðri og skýrari ummerki um „sköpun jarðarinnar", sem hvergi er að sjá annars staðar í víðri veröld, auk fyrirhugaðs æfingasvæðis fyrir marsfara framtíðarinnar. Hægt að sjá kvikmyndir, ljósmyndir og vitnisburði þeirra sem upplifðu þessar hamfarir og lifa sig inn í það í leiðinni. Eldhringnum yrði síðan lokað í Lakagígum í mögnuðustu gígaröð jarðar og þá kemur sér vel að hafa komið áður í Gjástykki. Óafturkræf spjöll Nú má sjá í rammaáætlun að gefin hefur verið út sú aftökuskipun á Eldvörp að gera þau að virkjunarsvæði í stíl Hellisheiðarvirkjunar og sóa jarðvarma svæðisins á innan við 30 árum í stað 50. Einnig á að gera Sveifluháls, Krýsuvík og Trölladyngju að virkjanasvæði og fara það langt með virkjanir inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið að það yrði laskað verulega. Allt óafturkræf spjöll. Þetta er ekki aðeins botnlaus græðgi heldur brot gegn þeim ungu Íslendingum, sem neyða á til að taka við Eldvarpasvæðinu lemstruðu og ónýtu eftir 30 ár og hinum svæðunum ónýtum eftir 50 ár og fá engu um það ráðið. Að ekki sé talað um þær milljónir Íslendinga sem ófæddir eru. Þetta er hróplegt brot á skuldbindingum okkar í Ríósáttmálanum um sjálfbæra þróun og heitir rányrkja á góðri íslensku. Aðeins sjálfhverfar kynslóðir ástunda þann meðvitaða þjófnað og glæp að skila landinu með græðgi og rányrkju verra til afkomendanna en þær tóku við því og brjóta með því gegn jafnrétti kynslóðanna, sem er stærsta og mikilvægasta réttlætismál mannkynsins á 21. öldinni og forsenda þess að lifa af. Ég á mér að vísu draum um Eldhringinn. En stærri er draumurinn um heiður Íslands, jafnrétti kynslóðanna og framtíð Íslendinga og mannkynsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun