Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar