Hvað gerist þegar lífið tekur nýja stefnu? 22. nóvember 2012 00:01 Úr sýningu Íslenska dansflokksins Fréttablaðið/Vilhelm Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast." Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast."
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira