Mætti með mömmumat í prufuna alfrun@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 13:00 Spennt Eva Laufey Hermannsdóttir er einn þátttakenda í Masterchef-þáttunum sem hefja göngu sína í kvöld. fréttablaðið/anton „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld. Eva Laufey er einn vinsælasti matarbloggari landsins og hefur fengið hátt í 700 þúsund heimsóknir á síðuna sína, Evalaufey.com. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpi, en Eva Laufey kveðst vera mikill aðdáandi Masterchef-þáttanna. Það var samt ekki að eigin frumkvæði sem Eva Laufey ákvað sækja um fyrr í haust. „Ég var hvött til að sækja um og eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að slá til. Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta," segir Eva Laufey sem líkaði vel fyrir framan myndavélina. Eva Laufey viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir prufurnar enda vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í. „Ég róaðist fljótt, enda var mjög fagmannlega að öllu staðið. Ég vildi ekki taka neina áhættu svo ég mætti með hefðbundinn fiskrétt frá mömmu sem ég hafði gert oft áður, með bragðmikilli sósu og fullt af grænmeti, og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili." Bakstur og eldamennska eru líf og yndi Evu Laufeyjar, sem stundar háskólanám í viðskiptafræði. Hún segir að það sé freistandi að snúa sér alfarið að eldamennsku. Í kvöld ætlar Eva Laufey að hreiðra um sig fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni og kærasta til að horfa á fyrsta þáttinn. „Ætli ég eldi ekki eitthvað gott í tilefni dagsins. Maður er með smá fiðrildi í maganum, bara góð samt." Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld. Eva Laufey er einn vinsælasti matarbloggari landsins og hefur fengið hátt í 700 þúsund heimsóknir á síðuna sína, Evalaufey.com. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpi, en Eva Laufey kveðst vera mikill aðdáandi Masterchef-þáttanna. Það var samt ekki að eigin frumkvæði sem Eva Laufey ákvað sækja um fyrr í haust. „Ég var hvött til að sækja um og eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að slá til. Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta," segir Eva Laufey sem líkaði vel fyrir framan myndavélina. Eva Laufey viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir prufurnar enda vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í. „Ég róaðist fljótt, enda var mjög fagmannlega að öllu staðið. Ég vildi ekki taka neina áhættu svo ég mætti með hefðbundinn fiskrétt frá mömmu sem ég hafði gert oft áður, með bragðmikilli sósu og fullt af grænmeti, og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili." Bakstur og eldamennska eru líf og yndi Evu Laufeyjar, sem stundar háskólanám í viðskiptafræði. Hún segir að það sé freistandi að snúa sér alfarið að eldamennsku. Í kvöld ætlar Eva Laufey að hreiðra um sig fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni og kærasta til að horfa á fyrsta þáttinn. „Ætli ég eldi ekki eitthvað gott í tilefni dagsins. Maður er með smá fiðrildi í maganum, bara góð samt."
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira