Breytum þessu saman 23. nóvember 2012 06:00 Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar