Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar