Hvar má treysta orðum manna? Bjarni Gíslason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar