Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið Hjálmar H. Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar