Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu?
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun