Feneyjanefnd og sjálfsvirðing Ágúst Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun