Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun