Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun