Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun