Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun