Framtíð heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun