Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun