Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar 8. desember 2012 08:00 Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar