Birta eða myrkur ! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. desember 2012 06:00 „Inni er bjart við yl og söng úti svarta myrkur.“ Svo segir í seinni helmingi vísu sem gjarnan er kveðin í gangnakofum á haustin. Til þess er vísað að þrátt fyrir erfiðan dag að baki og svartamyrkur utandyra getur birta og ylur ríkt innandyra í fábreyttum húsakynnum og glöðum hópi. Öðruvísi var þessu farið þegar Alþingi greiddi atkvæði eftir óralanga málþófsumræðu um fjárlagafrumvarp komandi árs. Úti var bjartur dagur eins og best verður á þessum árstíma en innandyra var svartamyrkur í sálartetrum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Í stað þess að gleðjast með okkur hinum og fagna því fjölmarga jákvæða sem frumvarpið boðar, svo ekki sé nú talað um ef það er borið saman við þau sem að baki eru, þá nöldruðu menn yfir svo til hverjum einasta hlut. Að sjálfsögðu er eðlilegt og hollt að stjórnarandstaða tali fyrir sínum sjónarmiðum og gagnrýni það sem hún telur gagnrýni vert. Risið verður hins vegar tæplega lægra á nokkrum málflutningi en þegar mönnum í niðurrifs- og bölmóðsvítahring sínum er fyrirmunað að viðurkenna og fagna því sem vel er og tvímælalaust til bóta.Tímamót Að sjálfsögðu markast þetta fjárlagafrumvarp af þeim erfiðleikum sem við erum að koma út úr og glímunni við að vinna á geigvænlegum halla ríkissjóðs sem rauk í hundruð milljarða við hrunið. En góðu fréttirnar sem þetta frumvarp boðar eru einmitt þær að óumflýjanlegum tekjuöflunar- og niðurskurðaraðgerðum sem til þurfti er með þessu frumvarpi í aðalatriðum lokið. Lítum snöggvast á nokkur aðalatriði þessa máls: 1) Frumvarpið boðar tímamót í glímunni við hallarekstur ríkissjóðs. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá er hallinn á rekstri ríkissjóðs því sem næst horfinn. Halli upp á 216 milljarða 2008 eða 140 milljarða 2009, um og yfir 10% af VLF er kominn niður í 0,1%-0,2% af VLF eða 2-4 milljarða kr. Tekið hefur verið hratt og markvisst á hallarekstri, skuldasöfnun hefur stöðvast og þar með er undirbyggt að ríkissjóður komist á réttan kjöl og geti tryggt velferð og stöðugleika til framtíðar. Hvergi í okkar heimshluta þar sem ríkissjóðir hafa lent í vanda vegna efnahagskreppu hefur náðst neitt viðlíka árangur í þessum efnum sl. ár eins og á Íslandi. Stjórnarandstöðunni og einkum þó Sjálfstæðisflokknum, sem skildi við allt í rjúkandi rúst fyrir nokkrum árum, er hins vegar fyrirmunað að viðurkenna þennan árangur. Getur hugsast að málþófið hafi í bland átt að þjóna þeim tilgangi að drekkja þeirri staðreynd að ríkisstjórnin og sá meirihluti þingheims sem stutt hefur hinar erfiðu og óumflýjanlegu aðgerðir hafa náð gríðarlegum árangri? Það svo að mikla athygli og virðingu vekur á alþjóðavettvangi. 2) Þó ekkert annað kæmi til en það að hallinn er því sem næst horfinn skv. frumvarpinu væri sannarlega ástæða til að gleðjast. En í frumvarpinu eru fleiri jákvæð skilaboð. Í frumvarpinu er vörn snúið í sókn á mörgum sviðum. Loks, eftir erfið ár, hefur tekist að skapa svigrúm til að auka, t.d. verulega fé til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Og svo því sé nú til haga haldið, þá greiddu flestir stjórnarandstöðuþingmenn atkvæði með því. Annað sem var fyrirferðarmikið í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar var að þar kom inn fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem brýtur í blað á fjölmörgum sviðum. Meðal þess sem þar fær brautargengi má nefna; - 500 m.kr. í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 250 m.kr. til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. - Stóraukin framlög til kvikmyndasjóðs, þau fara úr 570 m.kr. í 1.040 m.kr. - Skapandi greinar; 4 nýir sjóðir fá stofnframlög; útflutnings-, myndlistar-, hönnunar-og handverkssjóður og auk þess eru fjárveitingar auknar í aðra sjóði sem fyrir eru. - Grænn fjárfestingarsjóður fær 500 m.kr. stofnframlag og ýmis græn verkefni fá yfir 400 m. kr. í viðbót. - Hús íslenskra fræða og náttúruminjasafn fá verulegar fjárveitingar. - Endurnýjun Herjólfs og úrbætur í Landeyjahöfn fá brautargengi. Utan við fjárfestingaráætlunina fá ýmis mál verulega úrlausn í frumvarpinu sjálfu eða breytingatillögum við það. Ber þar hvað hæst 2.500 milljón kr. hækkun barnabóta, áframhaldandi áherslu á Norðurslóðamálefni, auknar fjárveitingar til niðurgreiðslu húshitunar á köldum svæðum sem og auknar fjárveitingar til þróunarsamvinnu svo fátt eitt sé nefnt.Herhvöt Fjárlagafrumvarpið boðar því margvísleg tímamót. Hallinn er að hverfa, sársaukafullum niðurskurði og umfangsmiklum tekjuöflunaraðgerðum í aðalatriðum lokið. Hægt er að auka fjárveitingu til brýnna verkefna eins og tækjakaupa á spítölum og lagður er grunnur að framsækinni og grænni atvinnustefnu með fjárfestingaáætlun. Í mínum huga var því mun bjartara yfir atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu fjárlaga nú en verið hefur undanfarin fjögur ár. Í sjálfu sér er lítið við hinu sjálfskipaða svartnættisástandi Sjálfstæðisflokksins að gera. Hið góða er að þar ráða hvorki veruleikinn né staðreyndir för heldur herhvötin um að allt skuli vera vont og ómögulegt, hvað sem staðreyndum um hið gagnstæða líður, meðan þeir hafa ekki völdin. Sem sagt; „Nóttin vart mun verða löng/vex mér hjartastyrkur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Inni er bjart við yl og söng úti svarta myrkur.“ Svo segir í seinni helmingi vísu sem gjarnan er kveðin í gangnakofum á haustin. Til þess er vísað að þrátt fyrir erfiðan dag að baki og svartamyrkur utandyra getur birta og ylur ríkt innandyra í fábreyttum húsakynnum og glöðum hópi. Öðruvísi var þessu farið þegar Alþingi greiddi atkvæði eftir óralanga málþófsumræðu um fjárlagafrumvarp komandi árs. Úti var bjartur dagur eins og best verður á þessum árstíma en innandyra var svartamyrkur í sálartetrum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Í stað þess að gleðjast með okkur hinum og fagna því fjölmarga jákvæða sem frumvarpið boðar, svo ekki sé nú talað um ef það er borið saman við þau sem að baki eru, þá nöldruðu menn yfir svo til hverjum einasta hlut. Að sjálfsögðu er eðlilegt og hollt að stjórnarandstaða tali fyrir sínum sjónarmiðum og gagnrýni það sem hún telur gagnrýni vert. Risið verður hins vegar tæplega lægra á nokkrum málflutningi en þegar mönnum í niðurrifs- og bölmóðsvítahring sínum er fyrirmunað að viðurkenna og fagna því sem vel er og tvímælalaust til bóta.Tímamót Að sjálfsögðu markast þetta fjárlagafrumvarp af þeim erfiðleikum sem við erum að koma út úr og glímunni við að vinna á geigvænlegum halla ríkissjóðs sem rauk í hundruð milljarða við hrunið. En góðu fréttirnar sem þetta frumvarp boðar eru einmitt þær að óumflýjanlegum tekjuöflunar- og niðurskurðaraðgerðum sem til þurfti er með þessu frumvarpi í aðalatriðum lokið. Lítum snöggvast á nokkur aðalatriði þessa máls: 1) Frumvarpið boðar tímamót í glímunni við hallarekstur ríkissjóðs. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá er hallinn á rekstri ríkissjóðs því sem næst horfinn. Halli upp á 216 milljarða 2008 eða 140 milljarða 2009, um og yfir 10% af VLF er kominn niður í 0,1%-0,2% af VLF eða 2-4 milljarða kr. Tekið hefur verið hratt og markvisst á hallarekstri, skuldasöfnun hefur stöðvast og þar með er undirbyggt að ríkissjóður komist á réttan kjöl og geti tryggt velferð og stöðugleika til framtíðar. Hvergi í okkar heimshluta þar sem ríkissjóðir hafa lent í vanda vegna efnahagskreppu hefur náðst neitt viðlíka árangur í þessum efnum sl. ár eins og á Íslandi. Stjórnarandstöðunni og einkum þó Sjálfstæðisflokknum, sem skildi við allt í rjúkandi rúst fyrir nokkrum árum, er hins vegar fyrirmunað að viðurkenna þennan árangur. Getur hugsast að málþófið hafi í bland átt að þjóna þeim tilgangi að drekkja þeirri staðreynd að ríkisstjórnin og sá meirihluti þingheims sem stutt hefur hinar erfiðu og óumflýjanlegu aðgerðir hafa náð gríðarlegum árangri? Það svo að mikla athygli og virðingu vekur á alþjóðavettvangi. 2) Þó ekkert annað kæmi til en það að hallinn er því sem næst horfinn skv. frumvarpinu væri sannarlega ástæða til að gleðjast. En í frumvarpinu eru fleiri jákvæð skilaboð. Í frumvarpinu er vörn snúið í sókn á mörgum sviðum. Loks, eftir erfið ár, hefur tekist að skapa svigrúm til að auka, t.d. verulega fé til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Og svo því sé nú til haga haldið, þá greiddu flestir stjórnarandstöðuþingmenn atkvæði með því. Annað sem var fyrirferðarmikið í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar var að þar kom inn fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem brýtur í blað á fjölmörgum sviðum. Meðal þess sem þar fær brautargengi má nefna; - 500 m.kr. í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 250 m.kr. til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. - Stóraukin framlög til kvikmyndasjóðs, þau fara úr 570 m.kr. í 1.040 m.kr. - Skapandi greinar; 4 nýir sjóðir fá stofnframlög; útflutnings-, myndlistar-, hönnunar-og handverkssjóður og auk þess eru fjárveitingar auknar í aðra sjóði sem fyrir eru. - Grænn fjárfestingarsjóður fær 500 m.kr. stofnframlag og ýmis græn verkefni fá yfir 400 m. kr. í viðbót. - Hús íslenskra fræða og náttúruminjasafn fá verulegar fjárveitingar. - Endurnýjun Herjólfs og úrbætur í Landeyjahöfn fá brautargengi. Utan við fjárfestingaráætlunina fá ýmis mál verulega úrlausn í frumvarpinu sjálfu eða breytingatillögum við það. Ber þar hvað hæst 2.500 milljón kr. hækkun barnabóta, áframhaldandi áherslu á Norðurslóðamálefni, auknar fjárveitingar til niðurgreiðslu húshitunar á köldum svæðum sem og auknar fjárveitingar til þróunarsamvinnu svo fátt eitt sé nefnt.Herhvöt Fjárlagafrumvarpið boðar því margvísleg tímamót. Hallinn er að hverfa, sársaukafullum niðurskurði og umfangsmiklum tekjuöflunaraðgerðum í aðalatriðum lokið. Hægt er að auka fjárveitingu til brýnna verkefna eins og tækjakaupa á spítölum og lagður er grunnur að framsækinni og grænni atvinnustefnu með fjárfestingaáætlun. Í mínum huga var því mun bjartara yfir atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu fjárlaga nú en verið hefur undanfarin fjögur ár. Í sjálfu sér er lítið við hinu sjálfskipaða svartnættisástandi Sjálfstæðisflokksins að gera. Hið góða er að þar ráða hvorki veruleikinn né staðreyndir för heldur herhvötin um að allt skuli vera vont og ómögulegt, hvað sem staðreyndum um hið gagnstæða líður, meðan þeir hafa ekki völdin. Sem sagt; „Nóttin vart mun verða löng/vex mér hjartastyrkur.“
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun