Ja, mikið óskaplega ertu nú góð Árný Guðmundsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 „Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
„Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp…
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar