Fjárfestingar á Íslandi Arna Mathiesen skrifar 18. desember 2012 06:00 Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun