Kirkja og kylfingar Örn Bárður Jónsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun