Er of dýrt að skipta um peru? Einar Guðmundsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun