Er of dýrt að skipta um peru? Einar Guðmundsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun