Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðaði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtímabils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar. Fjárhagsáætlun 2013 var samþykkt í borgarstjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.330 þúsundum krónum meira fyrir sömu þjónustu Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barnafjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskólagjöld, skólamáltíðir, sorphirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykjavíkur, frístundaheimili og síðdegishressing í frístundaheimili. Skattar og gjöld borgarinnar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykjavíkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagnvart þessum sömu fjölskyldum, sem eru flestar með verðtryggð lán, en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hrópandi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag landsins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag.Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núverandi meirihluta um ráðstöfun fjármagns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hagræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmálamenn, starfsfólk og borgarbúar, og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjölskyldufólk í lok þessa kjörtímabils.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun