Martröð fræga fólksins 18. desember 2012 06:00 Justin Bieber Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms. Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms.
Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira