Vei kirkja, svei kirkja Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna í kirkjur hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum á þessari aðventu. Því ber að fagna. Sátt um sambúð ólíkra hefða í samfélaginu hefst með hreinskiptinni umræðu. Það á sérstaklega við ef við sem tökum til máls erum vel upplýst og sýnum hvert öðru þá virðingu að fara með rétt mál. Vissulega getur það verið vandasamt því eins og við vitum vill veruleikinn gjarnan vera flókinn. Þá hættir okkur til að opinbera eigin fordóma þegar við tjáum okkur um eigin menningu og annarra, sér í lagi þá þætti menningar sem þykja á hverjum tíma viðkvæmir. Hvað vill djákninn upp á dekk? Ég er djákni í Glerárkirkju á Akureyri og formaður Æskulýðsnefndar Þjóðkirkjunnar. Það sem hér er skrifað er því litað af stöðu minni, kristinni trú minni og þeirri menntun sem ég hef aflað mér, bæði á óformlegan og formlegan hátt. Það sem þú lest hér er á sama hátt litað af fyrirframgefnum hugmyndum þínum um djákna, (Þjóð-)kirkju og kristni sem og af því hvernig þú hefur upplifað eigin tengsl eða tengslaleysi við kirkju og kristni fram til dagsins í dag. Ég reyni að vera meðvitaður um eigin fordóma þegar ég vel orðin í þennan pistil og bið þig sömuleiðis að íhuga hvort eða hvernig þínir fordómar geta litað orð mín. Þá þykir mér mikilvægt að fram komi að mér þykir leitt ef mér tekst ekki að halda þessum pistli á faglegum nótum. Sem samfélag höfum við valið hin síðustu ár að skilgreina umræðuna um trúmál sem menningarlega viðkvæman þátt. Sú ákvörðun hefur bæði verið tekin á meðvitaðan og ómeðvitaðan hátt inni á heimilum, á kaffistofum vinnustaða, í fjölmiðlum, innan Þjóðkirkjunnar, innan lífsskoðanafélaga, í nefndum, sveitarstjórnum og á Alþingi. Til dæmis hefur sumum sveitastjórnum þótt mikilvægt að koma reglum á blað um samskipti trúfélaga og skóla, annars staðar hafa hins vegar orðið breytingar á samstarfi skóla og trúfélaga án þess að sérstaklega hafi verið rætt um það. Afleiðingin er sú að umræðan um trúmál snýr fyrst og fremst að hugsanlegum vandamálum sem geta fylgt trú. Fyrir margan einstaklinginn, óháð því hvort hann skilgreinir sjálfan sig sem trúaðan, trúlausan, efahyggjumann eða menningarlega bundinn ákveðinni trúarhefð, verður upplifun hans oftar en ekki sú að ekki sé tekið tillit til hans trúarafstöðu.Jaðarsetning trúmála Jaðarsetning leiðir til flokkadrátta og einangrunar og er því ekki uppbyggileg fyrir samfélagið. Upphrópanir eru gjarnan eitt af einkennum slíkra flokkadrátta í heimi þar sem andstæðuparið „við" og „þið" er alið á hlaðborði einstaklingshyggjunnar. Þannig hrópa sum okkar í umræðunni um Þjóðkirkjuna: „VEI KIRKJA". Önnur okkar hrópa: „SVEI KIRKJA". Hvorugt er til þess fallið að sátt skapist í samfélaginu um sambúð ólíkra menningarhefða. Allt of sjaldan gefst tækifæri til að spyrja hvers vegna svona er komið fyrir okkur, íslenskri þjóð sem hefur margt viturt mannsbarnið alið. Ég tel jaðarsetningu trúmála meðal annars stafa af skorti á mannréttindafræðslu á Íslandi frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk settust fulltrúar margra þjóða saman og ræddu málin, sorgmæddir yfir afleiðingum stríðsins. Segja má að í hnotskurn hafi umræðan snúist um spurninguna: „Hvernig viljum við að fólk komi fram hvert við annað?" Það var ekki auðvelt að finna svar. Niðurstaðan varð þó samkomulag um texta sem fékk seinna íslenska heitið „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna". Hún var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1948. Fjórum árum seinna skrifuðu Íslendingar undir þessa yfirlýsingu en þá gerðumst við aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Yfirlýsingin felur í sér aðfararorð og 30 greinar um mannréttindi. Þar kemur meðal annars fram að viðurkenna ber að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verða af honum tekin, og að það sé undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. En það er ekki nóg að einhver skrifi falleg orð á blað. Við, mannfólkið, þurfum að tileinka okkur það sem þar stendur ef við viljum ná árangri. Þess vegna er mannréttinda- og lýðræðisfræðsla svo mikilvæg. Hér hefur Þjóðkirkjan ekki staðið sig að mínu mati né samfélagið í heild sinni með öllu því frábæra skólastarfi sem boðið er upp á á Íslandi. Að mínu mati erum við á margan hátt eftirbátar annarra samfélaga hvað þetta varðar. Ef innleiðing nýrrar námskrár tekst eins og lagt er upp með mun þó verða mikil bragarbót hvað þátt lýðræðis- og mannréttindafræðslu varðar í skólastarfi.Mannréttinda- og lýðræðisfræðsla Mannréttinda- og lýðræðisfræðsla er yfirheiti fyrir hvers konar nám og verkefni sem miða að því að skapa jafna virðingu fyrir öllum mönnum. Dæmi um slíkt nám er fræðsla um mismunandi menningu, æfingar í fjölmenningarlegri færni og verkefni sem stuðla að eflingu minnihlutahópa. Markmiðið með mannréttinda- og lýðræðisfræðslu til langs tíma litið er að skapa nýja menningu mannréttinda. Sú menning er mótuð af jákvæðum viðhorfum í garð manneskjunnar þannig að allt fólk njóti verndar og virðingar, enda er grunnurinn að slíkri menningu lagður með sameiginlegum skilningi á algildum mannréttindum. Gjarnan er talað um þrjú meginsvið mannréttindafræðslu: 1. Að efla vitund um mannréttindamál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin. 2. Að byggja upp hæfni og kunnáttu sem er nauðsynleg til þess að vernda mannréttindi. 3. Að skapa viðhorf þar sem virðing er borin fyrir mannréttindum þannig að fólk brjóti ekki af ásetningi á réttindum annarra. Það sem sameinar þau sem standa fyrir mannréttinda- og lýðræðisfræðslu um allan heim er löngunin til að lifa í heimi þar sem mannréttindi eru metin að verðleikum og virt.Í takti við nútímann Fyrir tíu árum setti Evrópuráðið á fót nýtt verkefni varðandi trúarlegu víddina í fjölmenningarsamfélaginu því þá þótti einsýnt að mikilvægt væri að skoða áskoranir samtímans varðandi kennslu í fjölmenningarlegu samhengi, sér í lagi þann þátt sem sneri að trúarlegum fjölbreytileika og þvertrúarlegu samtali. Að mati Walter Schwimmer, sem þá var aðalritari Evrópuráðsins og sá sem hafði frumkvæði að því að koma þessu átaksverkefni á laggirnar, er mikið í húfi. Auka þarf þátt náms í fjölmenningarfærni um gervalla Evrópu. Án slíks framtaks munu samfélög og þjóðir Evrópu verða enn frekar aðskilin en nú þegar er reyndin, jaðarsetning hinna ýmsu hópa aukast innan þjóðfélag og innan Evrópu. Ein afurð framangreinds átaks var bókin „Religious diversity". Dr. César Bîrzea, forstöðumaður rannsóknarstofnunnar í menntunarfræðum í Búkarest, ritar fyrsta kafla bókarinnar. Þar leggur hann meðal annars áherslu á að til þess að árangur náist af fjölmenningarlegu námi þurfi margt að koma til. Í fyrsta lagi þurfi markvissa stefnumörkun af hendi stjórnvalda, í öðru lagi þurfi breytt vinnubrögð hvers konar stofnana og aðila í samfélaginu og í þriðja lagi þurfi að endurskoða þær aðferðir sem beitt er við formlega og óformlega kennslu. Þannig geti vel heppnað fjölmenningarlegt nám stuðlað að: * Næmni á fjölbreytileika menningarlegs og trúarlegs bakgrunns fólks. * Getu til að hafa samskipti við aðra og að taka þátt í samræðum (e. dialogue). * Færni sem hjálpar nemandanum að læra enn frekar að vera í samfélagi við aðra. Slík færni feli í sér að nemandinn geti unnið í hópi, verið í samvinnu, tekið þátt í samræðum með hluttekningu, leyst deilur á friðsamlegan hátt og þroskað eigið sjálfstraust. * Hæfileika til að kynna sér trú, venjur, tákn og helgisiði og takast á við hvert það viðkvæma málefni sem til umræðu er hverju sinni. * Gagnrýnni hugsun og sjálfstæðu mati.Friður á Íslandi Í fyrrnefndri bók setur Micheline Milot, prófessor við háskólann í Québec í Montréal, fram þá kenningu sína sem fræðimanns að hnattvæðingin leiði af sér þá kröfu á hendur menntun að hún axli þá ábyrgð sem nauðsynleg er svo móta megi þegna sem eru hæfir til að búa saman í friði. Ef hin trúarlega vídd fái notið sín innan hins fjölmenningarlega náms verði slíkt nám mikilvægt framlag til friðar, þjálfunar í opnu hugarfari gagnvart öðrum menningarheimum, umburðarlyndis og viðurkenningar á mannréttindum. Milot minnir á að evrópsk samfélög hafi gengið í gegnum afhelgunarferli þar sem bæði félagsleg og pólitísk staða kristinna kirkna hafi minnkað til muna. Hið yfirnáttúrulega sé ekki lengur viðmiðið þegar kemur að stjórnmálaskipan en eftir sem áður megi finna ýmiss konar trúarlegar tengingar í samfélögum og innan margra hópa. Sem sagt, meirihlutakirkjurnar séu ekki lengur allsráðandi í samfélögunum en enginn opinber vettvangur sé þó án trúarlegrar skírskotunar. Hér virðist mér sem okkur í Þjóðkirkjunni þyki erfitt að sætta okkur við þessar breytingar. Í stað þess að axla þá ábyrgð að vera leiðandi í stefnumótun um hlutverk kirkjunnar í breyttu samfélagi, höfum við látið reka á reiðanum. Andvaraleysi okkar hefur skapað vissa úlfúð því skiljanlega eru þau sem eiga í samskiptum við Þjóðkirkjuna þreytt á því að hún skuli ekki vera í standi til að bregðast við á faglegan hátt. Að sama skapi hættir okkur sem störfum í kirkjunni til að bregðast við umræðunni á tilfinningalegum nótum í stað þess að greina stöðu mála, setja okkur gæðavísa og fylgja þeim. Hér bíður okkar stórt hlutverk, hlutverk sem mun hafa áhrif á hvort á Íslandi mun ríkja friður um trúmál eða ekki.Séstvarlakirkja? Í mínum huga er Þjóðkirkjan kirkja sem er vel burðug til þess að vinna markvisst að uppbyggingu á lýðræðis- og mannréttindafræðslu á eigin vettvangi og smita þannig út frá sér inn í þjóðfélagið. Sjálfur tel ég mig heppinn mann að fá að starfa á vettvangi Þjóðkirkjunnar og ber þá von í brjósti að okkur takist að gera betur í dag en í gær. Margt hefur áunnist hin síðustu ár og horfi ég björtum augum til framtíðarinnar undir forystu hins nýja biskupateymis. Þannig þótti mér mjög vænt um að biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, skyldi taka ábendingu frá Kirkjuþingi unga fólksins um nauðsyn á eineltisáætlun kirkjunnar alvarlega og lýsa því yfir að hún vildi vinna gegn hvers konar einelti þegar hún ávarpaði Kirkjuþing í nóvember síðastliðnum. Fræðsla um einelti er dæmi um mannréttindafræðslu. Í átta ár hef ég staðið vaktina á aðventu í Glerárkirkju og tekið á móti fjölda leikskólabarna og grunnskólabarna á hverri aðventu. Þar hef ég reynt að vanda mig og vinna á forsendum skólans. Þannig kynni ég jólasöguna sem uppáhaldssögu okkar í kirkjunni en bendi um leið á að hverjum sé frjálst að eiga sína uppáhaldssögu. Ég tala um hátíðir í lífi okkar og bendi til dæmis á að ljósahátíð gyðinga sé líka í desember. Ég segi frá hefðinni á bak við aðventukransinn og hvernig hann er mannanna verk og spyr krakkana hvort þau haldi að til verði júníþríhyrningur þegar þau verði orðin afar og ömmur af því að einhver manneskja byrjaði með þá hefð og öllum fannst flott að eiga 17-júní-þríhyrning. Þetta eru dæmi um hvað ég geri í Glerárkirkju. Mér heyrast kennarar og foreldrar sáttir og ég veit að ég held mig alfarið við markmið námskrár viðkomandi skólastigs. Því ég vil stuðla að samtali um hefðir, trú og gildi. Ég vil ekki vera hluti af kirkju sem sést varla því hún hefur einangrað sig sökum eigin geðþótta. Ég vil vera hluti af kirkju sem þjónar samfélaginu og getur sinnt mörgum hlutverkum. Fræðsla til skóla er eitt hlutverkið. Bænahald er allt annað hlutverk. Þeim blanda ég ekki saman því í mínum huga eru mannréttindi æðsta boðorðið. Okkar sem störfum í kirkjunni bíður það verkefni á nýju ári að ákveða hvernig við viljum haga þessum málum frá okkar hálfu í framtíðinni. Með nýtt biskupateymi í fararbroddi tel ég okkur vel burðug til að ná sáttum við samfélagið um það hvernig við högum samstarfi skóla og kirkju. Þar þurfum við meðal annars að ná samtali um þá tillögu sérfræðinganefndarinnar sem fengin var til að fara yfir frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga að við mannréttindakaflann (24.gr.) verði bætt eftirfarandi málsgrein: „Virða skal rétt foreldra til að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Hér getur meðal annars bók dr. Sigurðar Pálssonar, „Uppeldisréttur", sem kom út haustið 2011, nýst til faglegrar umræðu þar að lútandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna í kirkjur hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum á þessari aðventu. Því ber að fagna. Sátt um sambúð ólíkra hefða í samfélaginu hefst með hreinskiptinni umræðu. Það á sérstaklega við ef við sem tökum til máls erum vel upplýst og sýnum hvert öðru þá virðingu að fara með rétt mál. Vissulega getur það verið vandasamt því eins og við vitum vill veruleikinn gjarnan vera flókinn. Þá hættir okkur til að opinbera eigin fordóma þegar við tjáum okkur um eigin menningu og annarra, sér í lagi þá þætti menningar sem þykja á hverjum tíma viðkvæmir. Hvað vill djákninn upp á dekk? Ég er djákni í Glerárkirkju á Akureyri og formaður Æskulýðsnefndar Þjóðkirkjunnar. Það sem hér er skrifað er því litað af stöðu minni, kristinni trú minni og þeirri menntun sem ég hef aflað mér, bæði á óformlegan og formlegan hátt. Það sem þú lest hér er á sama hátt litað af fyrirframgefnum hugmyndum þínum um djákna, (Þjóð-)kirkju og kristni sem og af því hvernig þú hefur upplifað eigin tengsl eða tengslaleysi við kirkju og kristni fram til dagsins í dag. Ég reyni að vera meðvitaður um eigin fordóma þegar ég vel orðin í þennan pistil og bið þig sömuleiðis að íhuga hvort eða hvernig þínir fordómar geta litað orð mín. Þá þykir mér mikilvægt að fram komi að mér þykir leitt ef mér tekst ekki að halda þessum pistli á faglegum nótum. Sem samfélag höfum við valið hin síðustu ár að skilgreina umræðuna um trúmál sem menningarlega viðkvæman þátt. Sú ákvörðun hefur bæði verið tekin á meðvitaðan og ómeðvitaðan hátt inni á heimilum, á kaffistofum vinnustaða, í fjölmiðlum, innan Þjóðkirkjunnar, innan lífsskoðanafélaga, í nefndum, sveitarstjórnum og á Alþingi. Til dæmis hefur sumum sveitastjórnum þótt mikilvægt að koma reglum á blað um samskipti trúfélaga og skóla, annars staðar hafa hins vegar orðið breytingar á samstarfi skóla og trúfélaga án þess að sérstaklega hafi verið rætt um það. Afleiðingin er sú að umræðan um trúmál snýr fyrst og fremst að hugsanlegum vandamálum sem geta fylgt trú. Fyrir margan einstaklinginn, óháð því hvort hann skilgreinir sjálfan sig sem trúaðan, trúlausan, efahyggjumann eða menningarlega bundinn ákveðinni trúarhefð, verður upplifun hans oftar en ekki sú að ekki sé tekið tillit til hans trúarafstöðu.Jaðarsetning trúmála Jaðarsetning leiðir til flokkadrátta og einangrunar og er því ekki uppbyggileg fyrir samfélagið. Upphrópanir eru gjarnan eitt af einkennum slíkra flokkadrátta í heimi þar sem andstæðuparið „við" og „þið" er alið á hlaðborði einstaklingshyggjunnar. Þannig hrópa sum okkar í umræðunni um Þjóðkirkjuna: „VEI KIRKJA". Önnur okkar hrópa: „SVEI KIRKJA". Hvorugt er til þess fallið að sátt skapist í samfélaginu um sambúð ólíkra menningarhefða. Allt of sjaldan gefst tækifæri til að spyrja hvers vegna svona er komið fyrir okkur, íslenskri þjóð sem hefur margt viturt mannsbarnið alið. Ég tel jaðarsetningu trúmála meðal annars stafa af skorti á mannréttindafræðslu á Íslandi frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk settust fulltrúar margra þjóða saman og ræddu málin, sorgmæddir yfir afleiðingum stríðsins. Segja má að í hnotskurn hafi umræðan snúist um spurninguna: „Hvernig viljum við að fólk komi fram hvert við annað?" Það var ekki auðvelt að finna svar. Niðurstaðan varð þó samkomulag um texta sem fékk seinna íslenska heitið „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna". Hún var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1948. Fjórum árum seinna skrifuðu Íslendingar undir þessa yfirlýsingu en þá gerðumst við aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Yfirlýsingin felur í sér aðfararorð og 30 greinar um mannréttindi. Þar kemur meðal annars fram að viðurkenna ber að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verða af honum tekin, og að það sé undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. En það er ekki nóg að einhver skrifi falleg orð á blað. Við, mannfólkið, þurfum að tileinka okkur það sem þar stendur ef við viljum ná árangri. Þess vegna er mannréttinda- og lýðræðisfræðsla svo mikilvæg. Hér hefur Þjóðkirkjan ekki staðið sig að mínu mati né samfélagið í heild sinni með öllu því frábæra skólastarfi sem boðið er upp á á Íslandi. Að mínu mati erum við á margan hátt eftirbátar annarra samfélaga hvað þetta varðar. Ef innleiðing nýrrar námskrár tekst eins og lagt er upp með mun þó verða mikil bragarbót hvað þátt lýðræðis- og mannréttindafræðslu varðar í skólastarfi.Mannréttinda- og lýðræðisfræðsla Mannréttinda- og lýðræðisfræðsla er yfirheiti fyrir hvers konar nám og verkefni sem miða að því að skapa jafna virðingu fyrir öllum mönnum. Dæmi um slíkt nám er fræðsla um mismunandi menningu, æfingar í fjölmenningarlegri færni og verkefni sem stuðla að eflingu minnihlutahópa. Markmiðið með mannréttinda- og lýðræðisfræðslu til langs tíma litið er að skapa nýja menningu mannréttinda. Sú menning er mótuð af jákvæðum viðhorfum í garð manneskjunnar þannig að allt fólk njóti verndar og virðingar, enda er grunnurinn að slíkri menningu lagður með sameiginlegum skilningi á algildum mannréttindum. Gjarnan er talað um þrjú meginsvið mannréttindafræðslu: 1. Að efla vitund um mannréttindamál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin. 2. Að byggja upp hæfni og kunnáttu sem er nauðsynleg til þess að vernda mannréttindi. 3. Að skapa viðhorf þar sem virðing er borin fyrir mannréttindum þannig að fólk brjóti ekki af ásetningi á réttindum annarra. Það sem sameinar þau sem standa fyrir mannréttinda- og lýðræðisfræðslu um allan heim er löngunin til að lifa í heimi þar sem mannréttindi eru metin að verðleikum og virt.Í takti við nútímann Fyrir tíu árum setti Evrópuráðið á fót nýtt verkefni varðandi trúarlegu víddina í fjölmenningarsamfélaginu því þá þótti einsýnt að mikilvægt væri að skoða áskoranir samtímans varðandi kennslu í fjölmenningarlegu samhengi, sér í lagi þann þátt sem sneri að trúarlegum fjölbreytileika og þvertrúarlegu samtali. Að mati Walter Schwimmer, sem þá var aðalritari Evrópuráðsins og sá sem hafði frumkvæði að því að koma þessu átaksverkefni á laggirnar, er mikið í húfi. Auka þarf þátt náms í fjölmenningarfærni um gervalla Evrópu. Án slíks framtaks munu samfélög og þjóðir Evrópu verða enn frekar aðskilin en nú þegar er reyndin, jaðarsetning hinna ýmsu hópa aukast innan þjóðfélag og innan Evrópu. Ein afurð framangreinds átaks var bókin „Religious diversity". Dr. César Bîrzea, forstöðumaður rannsóknarstofnunnar í menntunarfræðum í Búkarest, ritar fyrsta kafla bókarinnar. Þar leggur hann meðal annars áherslu á að til þess að árangur náist af fjölmenningarlegu námi þurfi margt að koma til. Í fyrsta lagi þurfi markvissa stefnumörkun af hendi stjórnvalda, í öðru lagi þurfi breytt vinnubrögð hvers konar stofnana og aðila í samfélaginu og í þriðja lagi þurfi að endurskoða þær aðferðir sem beitt er við formlega og óformlega kennslu. Þannig geti vel heppnað fjölmenningarlegt nám stuðlað að: * Næmni á fjölbreytileika menningarlegs og trúarlegs bakgrunns fólks. * Getu til að hafa samskipti við aðra og að taka þátt í samræðum (e. dialogue). * Færni sem hjálpar nemandanum að læra enn frekar að vera í samfélagi við aðra. Slík færni feli í sér að nemandinn geti unnið í hópi, verið í samvinnu, tekið þátt í samræðum með hluttekningu, leyst deilur á friðsamlegan hátt og þroskað eigið sjálfstraust. * Hæfileika til að kynna sér trú, venjur, tákn og helgisiði og takast á við hvert það viðkvæma málefni sem til umræðu er hverju sinni. * Gagnrýnni hugsun og sjálfstæðu mati.Friður á Íslandi Í fyrrnefndri bók setur Micheline Milot, prófessor við háskólann í Québec í Montréal, fram þá kenningu sína sem fræðimanns að hnattvæðingin leiði af sér þá kröfu á hendur menntun að hún axli þá ábyrgð sem nauðsynleg er svo móta megi þegna sem eru hæfir til að búa saman í friði. Ef hin trúarlega vídd fái notið sín innan hins fjölmenningarlega náms verði slíkt nám mikilvægt framlag til friðar, þjálfunar í opnu hugarfari gagnvart öðrum menningarheimum, umburðarlyndis og viðurkenningar á mannréttindum. Milot minnir á að evrópsk samfélög hafi gengið í gegnum afhelgunarferli þar sem bæði félagsleg og pólitísk staða kristinna kirkna hafi minnkað til muna. Hið yfirnáttúrulega sé ekki lengur viðmiðið þegar kemur að stjórnmálaskipan en eftir sem áður megi finna ýmiss konar trúarlegar tengingar í samfélögum og innan margra hópa. Sem sagt, meirihlutakirkjurnar séu ekki lengur allsráðandi í samfélögunum en enginn opinber vettvangur sé þó án trúarlegrar skírskotunar. Hér virðist mér sem okkur í Þjóðkirkjunni þyki erfitt að sætta okkur við þessar breytingar. Í stað þess að axla þá ábyrgð að vera leiðandi í stefnumótun um hlutverk kirkjunnar í breyttu samfélagi, höfum við látið reka á reiðanum. Andvaraleysi okkar hefur skapað vissa úlfúð því skiljanlega eru þau sem eiga í samskiptum við Þjóðkirkjuna þreytt á því að hún skuli ekki vera í standi til að bregðast við á faglegan hátt. Að sama skapi hættir okkur sem störfum í kirkjunni til að bregðast við umræðunni á tilfinningalegum nótum í stað þess að greina stöðu mála, setja okkur gæðavísa og fylgja þeim. Hér bíður okkar stórt hlutverk, hlutverk sem mun hafa áhrif á hvort á Íslandi mun ríkja friður um trúmál eða ekki.Séstvarlakirkja? Í mínum huga er Þjóðkirkjan kirkja sem er vel burðug til þess að vinna markvisst að uppbyggingu á lýðræðis- og mannréttindafræðslu á eigin vettvangi og smita þannig út frá sér inn í þjóðfélagið. Sjálfur tel ég mig heppinn mann að fá að starfa á vettvangi Þjóðkirkjunnar og ber þá von í brjósti að okkur takist að gera betur í dag en í gær. Margt hefur áunnist hin síðustu ár og horfi ég björtum augum til framtíðarinnar undir forystu hins nýja biskupateymis. Þannig þótti mér mjög vænt um að biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, skyldi taka ábendingu frá Kirkjuþingi unga fólksins um nauðsyn á eineltisáætlun kirkjunnar alvarlega og lýsa því yfir að hún vildi vinna gegn hvers konar einelti þegar hún ávarpaði Kirkjuþing í nóvember síðastliðnum. Fræðsla um einelti er dæmi um mannréttindafræðslu. Í átta ár hef ég staðið vaktina á aðventu í Glerárkirkju og tekið á móti fjölda leikskólabarna og grunnskólabarna á hverri aðventu. Þar hef ég reynt að vanda mig og vinna á forsendum skólans. Þannig kynni ég jólasöguna sem uppáhaldssögu okkar í kirkjunni en bendi um leið á að hverjum sé frjálst að eiga sína uppáhaldssögu. Ég tala um hátíðir í lífi okkar og bendi til dæmis á að ljósahátíð gyðinga sé líka í desember. Ég segi frá hefðinni á bak við aðventukransinn og hvernig hann er mannanna verk og spyr krakkana hvort þau haldi að til verði júníþríhyrningur þegar þau verði orðin afar og ömmur af því að einhver manneskja byrjaði með þá hefð og öllum fannst flott að eiga 17-júní-þríhyrning. Þetta eru dæmi um hvað ég geri í Glerárkirkju. Mér heyrast kennarar og foreldrar sáttir og ég veit að ég held mig alfarið við markmið námskrár viðkomandi skólastigs. Því ég vil stuðla að samtali um hefðir, trú og gildi. Ég vil ekki vera hluti af kirkju sem sést varla því hún hefur einangrað sig sökum eigin geðþótta. Ég vil vera hluti af kirkju sem þjónar samfélaginu og getur sinnt mörgum hlutverkum. Fræðsla til skóla er eitt hlutverkið. Bænahald er allt annað hlutverk. Þeim blanda ég ekki saman því í mínum huga eru mannréttindi æðsta boðorðið. Okkar sem störfum í kirkjunni bíður það verkefni á nýju ári að ákveða hvernig við viljum haga þessum málum frá okkar hálfu í framtíðinni. Með nýtt biskupateymi í fararbroddi tel ég okkur vel burðug til að ná sáttum við samfélagið um það hvernig við högum samstarfi skóla og kirkju. Þar þurfum við meðal annars að ná samtali um þá tillögu sérfræðinganefndarinnar sem fengin var til að fara yfir frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga að við mannréttindakaflann (24.gr.) verði bætt eftirfarandi málsgrein: „Virða skal rétt foreldra til að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Hér getur meðal annars bók dr. Sigurðar Pálssonar, „Uppeldisréttur", sem kom út haustið 2011, nýst til faglegrar umræðu þar að lútandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun