Félag ábyrgra hundaeigenda 19. desember 2012 06:00 Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun