Félag ábyrgra hundaeigenda 19. desember 2012 06:00 Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun