Kirkjan kostar lítið 19. desember 2012 06:00 Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar