Kjósendur axli ábyrgð 19. desember 2012 06:00 Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun