Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun? 20. desember 2012 06:00 Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun. Lærdómurinn sem við öll ættum að hafa dregið af hruninu er að vanda þurfi til verka þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir sem snerta almannahag og komandi kynslóðir. Það er og sjálfsögð og eðlileg krafa almennings að þeir sem hafa umboð til að taka ákvarðanir um okkar hag vandi til þeirra og taki upplýstar ákvarðanir. Einmitt þess vegna var ferli rammaáætlunar sett upp, til að ákveða hvað skuli að nýta og hvað skuli að vernda, þannig að ríkari sátt geti orðið um nýtingu og verndun. Þá getur þurft að sætta ólík sjónarmið og ganga bil beggja en það er til dæmis okkar mat að í okkar kjördæmi sé of langt gengið í virkjunaráformum. Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga étur nú hver virkjunarsinninn eftir öðrum að ferli rammaáætlunar sé úr lagi gengið. Búið sé að ónýta faglegt ferli og hinir óskynsömu pólitíkusar hafi nú eyðilagt þetta mál eins og þeir hafa eyðilagt flest önnur. Þannig eru hin og þessi rök tínd til því til staðfestingar að góðri og faglegri vinnu hafi verið umturnað á síðustu metrunum. Skoðum það nánar Verkefnahópar skoðuðu 84 virkjunarhugmyndir og af þeim voru 66 hugmyndir metnar af öllum faghópunum. Í 18 tilvikum var ekki hægt að ljúka mati vegna skorts á gögnum eða þau bárust svo seint að ekki vannst tími til að nýta þau í mati. Af þessum 84 hafa 14 virkjanir nú þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og ein þeirra, Búðarhálsvirkjun er nú þegar í byggingu. Í nokkrum ám eru lagðar fram fleiri en ein veitu- eða virkjunarhugmynd þar sem ein útilokar aðra. Þannig er ástatt um 7 virkjunarhugmyndir. Sá þáttur sem virðist hafa eyðilagt 16 ára vinnu við rammaáætlun og spillt bæði ferli og niðurstöðum byggist á umsögnum frá næstum 400 aðilum sem fólu í sér ýmiss konar leiðbeiningar, ábendingar og athugasemdir. Þegar farið var yfir umsagnirnar kom í ljós að tveir kostir féllu út af tæknilegum ástæðum. Niðurstaðan varð sem sagt sú að fyrir utan leiðréttingarnar tvær er tillagan samhljóða drögunum um 61 kost, en lagt er til að sex kostir á tveimur svæðum fari í biðflokk meðan aflað er um þá frekari upplýsinga. Staðreyndir málsins eru þær að í lögbundnu umsagnarferli komu fram sterk rök fyrir því að sex af 84 virkjunarkostum sem skoðaðir hafa verið síðan 1999 þyrfti að skoða betur. Þær ábendingar áttu allar sammerkt að fela í sér nýjar upplýsingar sem ekki hafði verið fjallað um í faghópunum áður. Sex virkjunarkostir voru því færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á meðan frekari upplýsinga er aflað. Er í raun og veru einhver sem getur verið ósammála því?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun