Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland 20. desember 2012 06:00 Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar