Ungbörn í ótilgreindri stöðu Sævar Finnbogason skrifar 20. desember 2012 06:00 Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun