Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum 20. desember 2012 06:00 Stjórnmálamenn tala sífellt um það að skapa störf og þegnarnir spyrja þá, hvaða störf ætlið þið að skapa. Það virðist vera einhver misskilningur hjá stjórnmálamönnum að hið opinbera skapar ekki störf til að hleypa blóði í atvinnulífið. Hið opinbera getur hins vegar skapað aðstæður sem örva arðsemi og tekjur einstaklinga og fyrirtækja. Lægri skattar geta t.d. aukið hagnað og fjölgað atvinnutækifærum, en ekki öfugt. Þegar stjórnvöld ætla að hleypa lífi í atvinnulífið, þá gerist það ekki með aukinni skattheimtu. Ýmis þjónusta og mannvirki sem rekin eru af ríki og sveitarfélögum geta með réttu hugarfari orðið þess valdandi að ýmis tækifæri skapist fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en það getur líka orðið til að draga úr frumkvæði einstaklinga. Mikilvægt er að skoða þessar opinberu fjárfestingar út frá því hvort þær skapi eingöngu sameiginlegan kostnað þ.e.a.s. eftir því sem eftirspurnin eykst eftir þjónustunni, því meiri kostnaður er það fyrir samfélagið. Eða á hinn veginn, að eftir því sem eftirspurnin eykst aflar það meiri tekna, örvar atvinnu og skatttekjur, og þar af leiðandi er minni kostnaður fyrir samfélagið. Margar opinberar stofnanir kosta t.d. meira fyrir samfélagið ef álagið eykst. Í sumum tilfellum getur verið erfitt að meta þennan kostnað eða tekjur, því hann liggur ekki alltaf augljóslega fyrir. Heilbrigðis- og menntakerfið er t.d. erfitt að meta, því meiri kostnaður getur þýtt meiri tekjur fyrir samfélagið t.d. í formi heilbrigðara fólks eða betur menntaðra einstaklinga sem skila sér í hærri launum og þar af leiðandi í meiri skatttekjum fyrir samfélagið. Atvinnuuppbygging Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum er eitt af þeim verkefnum sem gætu skapað verulegar tekjur, aukin störf og fjölgun íbúa. Ýmsar hugmyndir hafa verið í gangi um þessa stórskipahöfn sl. áratug. En sú hugmynd sem ég og félagi minn Valgeir Jónasson, smiður í Eyjum, höfum útfært, hefur nokkra hagræðingarkosti og eykur möguleika á atvinnuuppbyggingu, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur líka á Suðurlandi. Það virðist vera ansi vinsæl upphrópun í dag að sveitarfélög og ríki megi ekki fara í neinar framkvæmdir þar sem taka þarf lán. Aðrir eru á móti því að lífeyrissjóðir séu að fjárfesta í samfélagslegum verkefnum o.s.frv. En ef verkefni skila góðum arði og geta borgað til baka þær skuldbindingar sem lagt er út í, þá skiptir litlu máli hvaðan peningarnir eru teknir að láni. Aðalatriðið er að slík verkefni séu sjálfbær þ.e.a.s. geti staðið undir sér og skapað atvinnu og skatttekjur bæði fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild. Fjölmannvirki Hugmynd okkar Valgeirs gekk út á það að búa til fjölfjárfestingu, þar sem í einu mannvirki væru nokkur mannvirki sett saman í eitt. Nokkurs konar fjölmannvirki þ.e.a.s. hafnarmannvirki, skolpmannvirki, skipaþró og þurrkví. Gert er ráð fyrir að allra stærstu flutninga- og skemmtiferðaskip geti lagst að bryggju, eða í þurrkví. Þessi þurrkví myndi leysa af hólmi skipalyftuna sem er löngu orðin úrelt, barn síns tíma, og getur ekki sinnt lengur þjónustu við stærri skip útgerðarflota Eyjamanna. Tekjur hafnarinnar myndu margfaldast því öll skemmtiferðaskip sem koma til landsins geta lagst að bryggju og hægt væri með Herjólfi eða minni skipum að sigla með farþegana til Landeyjahafnar og þaðan um Suðurlandið í dagsferðir. Höfnin myndi nýtast stórum flutningaskipum sem þurfa á leið sinni yfir Norður-Íshafið að taka vistir, skipta um áhafnir og sinna ýmsu viðhaldi. Þetta myndi skapa fjölda afleiddra starfa í Eyjum. Hafnargarðurinn myndi nýtast sem skolpræsisstokkur og myndi ná allt að 500 metra út í sjó og hægt væri að hafa þró í enda hans. Metnaðarfull og áhrifarík stefna Hægri grænir er stjórnmálaflokkur sem leggur áherslu á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, með raunhæfri stefnu í atvinnumálum. Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn er eitt af þeim mörgu verkefnum sem flokkurinn telur að geti aukið atvinnutækifæri og tekjur á landsbyggðinni. Einhæft atvinnulíf hefur verið Akkilesarhæll landsbyggðarinnar og léleg stjórnun sjávarútvegsmála hefur á sumum stöðum orðið til þess að atvinnulífið hefur beinlínis þróast frá því að vera einhæft yfir í það að vera ekki neitt. Þeir stjórnmálaflokkar sem setið hafa við völd undanfarna áratugi hafa stuðlað að þessari þróun annaðhvort með röngum aðferðum eða aðgerðaleysi. Þjóðin vill ekki slíka þróun og hún er engum til hagsbóta. Ég skora á sem flesta að kynna sér stefnuskrá Hægri grænna á vefnum www.xg.is og taka þátt í að efla mannlíf og uppbyggingu heilbrigðara samfélags á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn tala sífellt um það að skapa störf og þegnarnir spyrja þá, hvaða störf ætlið þið að skapa. Það virðist vera einhver misskilningur hjá stjórnmálamönnum að hið opinbera skapar ekki störf til að hleypa blóði í atvinnulífið. Hið opinbera getur hins vegar skapað aðstæður sem örva arðsemi og tekjur einstaklinga og fyrirtækja. Lægri skattar geta t.d. aukið hagnað og fjölgað atvinnutækifærum, en ekki öfugt. Þegar stjórnvöld ætla að hleypa lífi í atvinnulífið, þá gerist það ekki með aukinni skattheimtu. Ýmis þjónusta og mannvirki sem rekin eru af ríki og sveitarfélögum geta með réttu hugarfari orðið þess valdandi að ýmis tækifæri skapist fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en það getur líka orðið til að draga úr frumkvæði einstaklinga. Mikilvægt er að skoða þessar opinberu fjárfestingar út frá því hvort þær skapi eingöngu sameiginlegan kostnað þ.e.a.s. eftir því sem eftirspurnin eykst eftir þjónustunni, því meiri kostnaður er það fyrir samfélagið. Eða á hinn veginn, að eftir því sem eftirspurnin eykst aflar það meiri tekna, örvar atvinnu og skatttekjur, og þar af leiðandi er minni kostnaður fyrir samfélagið. Margar opinberar stofnanir kosta t.d. meira fyrir samfélagið ef álagið eykst. Í sumum tilfellum getur verið erfitt að meta þennan kostnað eða tekjur, því hann liggur ekki alltaf augljóslega fyrir. Heilbrigðis- og menntakerfið er t.d. erfitt að meta, því meiri kostnaður getur þýtt meiri tekjur fyrir samfélagið t.d. í formi heilbrigðara fólks eða betur menntaðra einstaklinga sem skila sér í hærri launum og þar af leiðandi í meiri skatttekjum fyrir samfélagið. Atvinnuuppbygging Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum er eitt af þeim verkefnum sem gætu skapað verulegar tekjur, aukin störf og fjölgun íbúa. Ýmsar hugmyndir hafa verið í gangi um þessa stórskipahöfn sl. áratug. En sú hugmynd sem ég og félagi minn Valgeir Jónasson, smiður í Eyjum, höfum útfært, hefur nokkra hagræðingarkosti og eykur möguleika á atvinnuuppbyggingu, ekki bara í Vestmannaeyjum heldur líka á Suðurlandi. Það virðist vera ansi vinsæl upphrópun í dag að sveitarfélög og ríki megi ekki fara í neinar framkvæmdir þar sem taka þarf lán. Aðrir eru á móti því að lífeyrissjóðir séu að fjárfesta í samfélagslegum verkefnum o.s.frv. En ef verkefni skila góðum arði og geta borgað til baka þær skuldbindingar sem lagt er út í, þá skiptir litlu máli hvaðan peningarnir eru teknir að láni. Aðalatriðið er að slík verkefni séu sjálfbær þ.e.a.s. geti staðið undir sér og skapað atvinnu og skatttekjur bæði fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild. Fjölmannvirki Hugmynd okkar Valgeirs gekk út á það að búa til fjölfjárfestingu, þar sem í einu mannvirki væru nokkur mannvirki sett saman í eitt. Nokkurs konar fjölmannvirki þ.e.a.s. hafnarmannvirki, skolpmannvirki, skipaþró og þurrkví. Gert er ráð fyrir að allra stærstu flutninga- og skemmtiferðaskip geti lagst að bryggju, eða í þurrkví. Þessi þurrkví myndi leysa af hólmi skipalyftuna sem er löngu orðin úrelt, barn síns tíma, og getur ekki sinnt lengur þjónustu við stærri skip útgerðarflota Eyjamanna. Tekjur hafnarinnar myndu margfaldast því öll skemmtiferðaskip sem koma til landsins geta lagst að bryggju og hægt væri með Herjólfi eða minni skipum að sigla með farþegana til Landeyjahafnar og þaðan um Suðurlandið í dagsferðir. Höfnin myndi nýtast stórum flutningaskipum sem þurfa á leið sinni yfir Norður-Íshafið að taka vistir, skipta um áhafnir og sinna ýmsu viðhaldi. Þetta myndi skapa fjölda afleiddra starfa í Eyjum. Hafnargarðurinn myndi nýtast sem skolpræsisstokkur og myndi ná allt að 500 metra út í sjó og hægt væri að hafa þró í enda hans. Metnaðarfull og áhrifarík stefna Hægri grænir er stjórnmálaflokkur sem leggur áherslu á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, með raunhæfri stefnu í atvinnumálum. Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn er eitt af þeim mörgu verkefnum sem flokkurinn telur að geti aukið atvinnutækifæri og tekjur á landsbyggðinni. Einhæft atvinnulíf hefur verið Akkilesarhæll landsbyggðarinnar og léleg stjórnun sjávarútvegsmála hefur á sumum stöðum orðið til þess að atvinnulífið hefur beinlínis þróast frá því að vera einhæft yfir í það að vera ekki neitt. Þeir stjórnmálaflokkar sem setið hafa við völd undanfarna áratugi hafa stuðlað að þessari þróun annaðhvort með röngum aðferðum eða aðgerðaleysi. Þjóðin vill ekki slíka þróun og hún er engum til hagsbóta. Ég skora á sem flesta að kynna sér stefnuskrá Hægri grænna á vefnum www.xg.is og taka þátt í að efla mannlíf og uppbyggingu heilbrigðara samfélags á Íslandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun