Er sjósund fyrir mig? Ásgeir Sæmundsson skrifar 20. desember 2012 06:00 Fyrir tæpu ári kynntist ég sjósundi. Góð vinkona mín, Kolbrún Karlsdóttir, hafði stundað það um nokkurt skeið og hvatti mig til að koma með. „Þú þarft ekkert að koma út í, bíddu bara í heita pottinum á meðan ég fer út í sjó," sagði hún. Þegar í skýluna var komið rölti ég að sjálfsögðu með henni niður á strönd og áður en ég vissi af var ég kominn hálfur út í. Ég stóðst ekki mátið og þennan dag tók ég mín fyrstu sjósundtök við strendur Íslands. Þarna gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta ætti eftir að hafa á líf mitt. Mánuði seinna var ég genginn í Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur og farinn að mæta í sjósund 2-3 sinnum í viku. Hvað heillar? Fyrir flesta sem byrja sjósund er þetta viss áskorun; í upphafi þarf að yfirstíga ákveðinn ótta og reyna á þolmörkin. En sjósund snýst um svo miklu meira en það. Þegar ég lít til baka og hugsa um þann tíma sem liðinn er, geri ég mér grein fyrir því hversu miklu auðugra líf mitt er í dag. Ég hef kynnst yndislegu fólki og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Ég hef fundið heitan sumarsjóinn umlykja líkamann og flotið eins og korktappi í kvöldsólinni. Hef fundið þann innri frið sem fylgir því að synda í hafinu, gleyma stund og stað og endurnærast eftir erfiðan dag. Eftir situr gleði og ánægja. Það er svo merkilegt að í sjónum er alltaf gleði. Allir eru kátir, allir spjalla og vinátta er sjálfsögð þegar þú syndir með einhverjum. Oft heyrast söngvar óma og hlátrasköll bergmála milli aldnanna. Þetta er bara lítið brot af öllu því sem heillar mig og fær mig til að koma aftur og aftur. Aðstaða vítt og breitt Sjósund er stundað víða um land og aðstæður fara hvarvetna batnandi. Í Reykjavík er synt flesta daga vikunnar við Ylströndina í Nauthólsvík. Þar er fyrirtaks búningsaðstaða, gufubað og útisturta. Hægt er að bregða sér í heita pottinn strax eftir sundið. Á Kjalarnesi við Klébergslaug er verið að útbúa góða aðstöðu en þar er hægt að ganga frá sundlauginni niður í fjöruna og svo til baka og ylja sér í heita pottinum á eftir. Vaxandi áhugi er á Seltjarnarnesi og yfir sumartímann er oft synt við Gróttu. Á Akranesi er einnig virkt sjósundsfélag og góðar aðstæður til sunds sem og á fleiri stöðum vítt og breitt um landið. Sjósund er fyrir alla Það eru til margar gerðir af sjósundsfólki og enginn einn hópur er öðrum fremri að mínu mati. Sumir mæta eingöngu í sjóböðin á meðan aðrir synda. Sumir synda stutt, aðrir langt og frjálst val er um hlífðarfatnað. Hanskar, hettur og sokkar eru algengir en líka vesti og gallar, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sumir synda bara yfir heitasta tímann og miða við að sjórinn hafi náð 8-10 gráðum. Aðrir synda allan ársins hring. Hverjum og einum er í lófa lagið hvernig hann stundar sjóinn og á hvaða tímum. Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur er fyrir alla þessa hópa. Alltaf eru einhverjar skemmtilegar uppákomur hjá félaginu og svokölluð millimánaðasund eru fastur liður. Þá er farið í sjóinn rétt fyrir miðnætti síðasta dag hvers mánaðar og komið upp úr fljótlega eftir miðnætti í þeim næsta. Þessar kvöldstundir eru oft með þeim allra skemmtilegustu og mikið hlegið og sungið. Reglulega er farið og synt á nýjum stöðum sem margir hverjir verða að föstum sjósundsstöðum. Á sumrin tekur félagið á móti nýju fólki og fer með það fyrstu skiptin í sjóinn. Á vefsíðu félagsins, www.sjor.is, má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi og viðburði en þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Sjósund er heilnæmt Hollusta sjósunds er ótvíræð; blóðflæði eykst um líkamann og algengt er að heyra fólk tala um að það hafi grennst eða lagast af húðkvillum eftir að það byrjaði í sjósundi. Sjósund er einnig sagt hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Allt þetta tek ég svo sannarlega undir. Benda má á viðtal við Hallgrím Magnússon lækni á Djúpavogi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 26. júlí sl. Hann segist iðka sjósund sem oftast og telur það allra meina bót. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna á vefsíðu Vísis. Að lokum Kæri lesandi, áramótin eru tími þar sem menn staldra við og líta yfir farinn veg. Þegar ég hugsa um allt það sem sjósundið hefur fært mér og mínum vinum, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að reyna. Engu er að tapa en þú gætir eignast áhugamál sem endist þér alla ævi og færir þér heilsu, hamingju og góða vini. Láttu sjá þig á nýju ári! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári kynntist ég sjósundi. Góð vinkona mín, Kolbrún Karlsdóttir, hafði stundað það um nokkurt skeið og hvatti mig til að koma með. „Þú þarft ekkert að koma út í, bíddu bara í heita pottinum á meðan ég fer út í sjó," sagði hún. Þegar í skýluna var komið rölti ég að sjálfsögðu með henni niður á strönd og áður en ég vissi af var ég kominn hálfur út í. Ég stóðst ekki mátið og þennan dag tók ég mín fyrstu sjósundtök við strendur Íslands. Þarna gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta ætti eftir að hafa á líf mitt. Mánuði seinna var ég genginn í Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur og farinn að mæta í sjósund 2-3 sinnum í viku. Hvað heillar? Fyrir flesta sem byrja sjósund er þetta viss áskorun; í upphafi þarf að yfirstíga ákveðinn ótta og reyna á þolmörkin. En sjósund snýst um svo miklu meira en það. Þegar ég lít til baka og hugsa um þann tíma sem liðinn er, geri ég mér grein fyrir því hversu miklu auðugra líf mitt er í dag. Ég hef kynnst yndislegu fólki og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Ég hef fundið heitan sumarsjóinn umlykja líkamann og flotið eins og korktappi í kvöldsólinni. Hef fundið þann innri frið sem fylgir því að synda í hafinu, gleyma stund og stað og endurnærast eftir erfiðan dag. Eftir situr gleði og ánægja. Það er svo merkilegt að í sjónum er alltaf gleði. Allir eru kátir, allir spjalla og vinátta er sjálfsögð þegar þú syndir með einhverjum. Oft heyrast söngvar óma og hlátrasköll bergmála milli aldnanna. Þetta er bara lítið brot af öllu því sem heillar mig og fær mig til að koma aftur og aftur. Aðstaða vítt og breitt Sjósund er stundað víða um land og aðstæður fara hvarvetna batnandi. Í Reykjavík er synt flesta daga vikunnar við Ylströndina í Nauthólsvík. Þar er fyrirtaks búningsaðstaða, gufubað og útisturta. Hægt er að bregða sér í heita pottinn strax eftir sundið. Á Kjalarnesi við Klébergslaug er verið að útbúa góða aðstöðu en þar er hægt að ganga frá sundlauginni niður í fjöruna og svo til baka og ylja sér í heita pottinum á eftir. Vaxandi áhugi er á Seltjarnarnesi og yfir sumartímann er oft synt við Gróttu. Á Akranesi er einnig virkt sjósundsfélag og góðar aðstæður til sunds sem og á fleiri stöðum vítt og breitt um landið. Sjósund er fyrir alla Það eru til margar gerðir af sjósundsfólki og enginn einn hópur er öðrum fremri að mínu mati. Sumir mæta eingöngu í sjóböðin á meðan aðrir synda. Sumir synda stutt, aðrir langt og frjálst val er um hlífðarfatnað. Hanskar, hettur og sokkar eru algengir en líka vesti og gallar, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Sumir synda bara yfir heitasta tímann og miða við að sjórinn hafi náð 8-10 gráðum. Aðrir synda allan ársins hring. Hverjum og einum er í lófa lagið hvernig hann stundar sjóinn og á hvaða tímum. Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur er fyrir alla þessa hópa. Alltaf eru einhverjar skemmtilegar uppákomur hjá félaginu og svokölluð millimánaðasund eru fastur liður. Þá er farið í sjóinn rétt fyrir miðnætti síðasta dag hvers mánaðar og komið upp úr fljótlega eftir miðnætti í þeim næsta. Þessar kvöldstundir eru oft með þeim allra skemmtilegustu og mikið hlegið og sungið. Reglulega er farið og synt á nýjum stöðum sem margir hverjir verða að föstum sjósundsstöðum. Á sumrin tekur félagið á móti nýju fólki og fer með það fyrstu skiptin í sjóinn. Á vefsíðu félagsins, www.sjor.is, má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi og viðburði en þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Sjósund er heilnæmt Hollusta sjósunds er ótvíræð; blóðflæði eykst um líkamann og algengt er að heyra fólk tala um að það hafi grennst eða lagast af húðkvillum eftir að það byrjaði í sjósundi. Sjósund er einnig sagt hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Allt þetta tek ég svo sannarlega undir. Benda má á viðtal við Hallgrím Magnússon lækni á Djúpavogi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 26. júlí sl. Hann segist iðka sjósund sem oftast og telur það allra meina bót. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna á vefsíðu Vísis. Að lokum Kæri lesandi, áramótin eru tími þar sem menn staldra við og líta yfir farinn veg. Þegar ég hugsa um allt það sem sjósundið hefur fært mér og mínum vinum, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að reyna. Engu er að tapa en þú gætir eignast áhugamál sem endist þér alla ævi og færir þér heilsu, hamingju og góða vini. Láttu sjá þig á nýju ári!
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun