Erasmus-áætlunin 25 ára Ásgerður Kjartansdóttir og Guðmundur Hálfdánarson skrifar 21. desember 2012 06:00 Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun