Hvernig líður þér um jólin? Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun