Tenniskappinnn Andy Murray byrjar vel á nýju ári en hann vann Brisbane mótið um helgina eftir sigur á Búlgaranum Grigor Dimitrov, 7-6 og 6-4.
Murrey er númer þrjú á heimslistanum en Dimitrov í því 48. sæti og þótti standa sig virkilega vel á mótinu, en þetta var í fyrsta sinn sem Búlgarinn kemst í úrslit.
„Þetta var hans fyrsta úrslitaviðureign og hann stóð sig ótrúlega vel," sagði Andy Murray um andstæðing sinn eftir leikinn.
„Þessi strákur á eftir að ná langt og við eigum eftir að mætast aftur á vellinum, það er á hreinu."
Sport