Úrslitakeppni NFL hefst í kvöld - allt í beinni á ESPN America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 21:00 Úr leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings um síðustu helgi en þau mætast aftur í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira