Rannsókn á máli tveggja fyrrverandi starfsmanna Sérstaks saksóknara, þeirra Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, stendur enn yfir. Hún er á lokastigi segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sem fer með rannsókn málsins.
Mennirnir eru ákærðir fyrir brot á þagnarskyldu í starfi með því að hafa nýtt gögn frá Sérstökum saksóknara í skýrslu sem þeir unnu á vegum einkafyrirtækis síns sem unnin var fyrir þrotabú Milestone. Gögnin tengdust líka rannsón sérstaks saksóknara á Vafningsmálinu sem tengdist lánveitingu frá Glitni til Milestone í gegnum félögin Vafning og Svartháf.
Í dómi í Vafningsmálinu, sem kveðinn var upp fyrir áramót, féll kostnaður vegna málsvarnarlauna verjenda málsins jafnt á ríkið og sakborninga, þrátt fyrir að sakborningar hefðu verið sakfelldir. Fjölskipaður dómur rökstuddi þá ákvörðun með því að Jón Óttar og Guðumundur Haukur hefðu sætt kæru í tengslum við störf sín fyrir skiptastjóra þrotabús Milestone.