Slagsmál brutust út í heimahúsi í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður halgabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar að Hverfisgötu. Halgabyssan reyndist óhlaðin, en einnig fannst á vettvangi riffill. Lögreglan lagði hald á vopnin og eru þau nú í vörslu hennar.
Sérsveitin handtók haglabyssumann
Jón Hákon Halldórsson skrifar
