23 ára með eigin skartgripalínu 12. janúar 2013 09:15 Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira