Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan efnilega úr ÍR, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í dag þegar hún kom langfyrst í mark á 4 mínútum 19 sekúndum og 57 sekúndubrotum.
Aníta bætti gamla Íslandsmetið um tæpar tvær sekúndur en það var orðið 32ja ára gamalt. Eldra metið setti Ragnheiður Ólafsdóttir í Dortmund 1981 þegar hún hljóp á 4 mínútum 21,49 sekúndum.
Þetta önnur helgin í röð sem Aníta setur Íslandsmet því hún bætti eigið met í 800 metra hlaupi um síðustu helgi. Hún náði þá jafnframt lágmarki fyrir EM í Gautborg í byrjun mars.
Aníta með nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn