NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 11:00 Tony Parker Mynd/NordicPhotos/Getty San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira