Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 10:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira
Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira