Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 09:46 Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur. HönnunarMars Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur.
HönnunarMars Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira