Fimm eiga góðan möguleika á því að tryggja sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Mynd/Stefán Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara). Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara).
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira