Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina 4. febrúar 2013 09:18 Goðsögnin Ray Lewis kvaddi deildina sem meistari. Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins. NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins.
NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11
Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00