Mourinho: Ég ber ábyrgð á tapinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:00 Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira