Mourinho: Ég ber ábyrgð á tapinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:00 Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira