Sveitahótel Ólafs Laufdals með toppeinkunn - neita að gefast upp Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2013 21:13 Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira